lau. 28.3.2009
Getan á alltaf að fylgja götu heiðarleikans !
Ætli þú hafir haft þessi orð að leiðarljósi Bjarni , þegar þú gafst það út í október á síðasta ári , að ykkur þjóðarleikhússleikurunum gæfist ekki tími fyrir jól til að breyta eftirlaunaósómanum ? Já mikil og breið er gata þíns heiðarleika , að ég tali ekki um fyrirgefning synda þinna og eilíft líf Engeyjarslektisins . Amen .
Verðum að halda í vonina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Athugasemdir
Bjarni Benediktsson virðist halda að eina von okkar íslendinga sé að Sjálfstæðisflokkurinn eflist. Flokkur sem kom okkur í öll þau vandræði sem við nú búum við.
Jakob Falur Kristinsson, 28.3.2009 kl. 17:03
Mikið rétt , forsætisóráðherrann okkar fv. var stútfullur af hroka meðan hann var í forsætisráðherrastólnum , úthúðaði spyrli á Stöð2 (að mig mynnir) fyrir það að dirfast að spyrja ISG um loforð sitt til þjóðarinnar að afmá eftirlaunaósómann , ef Samfylking kæmist til valda , sá enga ástæðu til að gera nokkuð í því er hermálaóráðherrann bíbí varði gjörðir föðurs síns varðandi símahleranirnar . Það var , að mínu mati , með ólíkindum hvað það mál fékk litla sem enga umfjöllun í fjölmiðlunum . Þessar símahleranir hafa nánast pottþétt verið mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir t.d. leikur grunur á að sími tengdaföður míns heitinns hafi verið hleraður og hefur það væntanlega verið á sjötta áratugnum (1950-60). Þetta er nefnilega engin smáaðgerð , að hlera einkalíf fólks . En guð blessi minningar sveitasímanns , um hann á ég minningar .
Hörður B Hjartarson, 28.3.2009 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.