Aldrei hef ég verið málpípa Gísla Marteins


 
 
              kannski ekki heldur nokkurs annars manns , en ég get ekki annað en dáðst af honum í þessum þætti , hann krefur fólk svara hvar í flokki sem þau standa , en rétt er það - að mínu mati , sem Sigmundur sagði , að hann mætti gjarna hafa meira af landsbyggðarfólki í þættinum , en alltaf er létt að fynna að hlutum og eins það að það er ekki ætíð létt að fá fólk utan af landi í viðtal .
 
   En mér er spurn; er allt í lagi með forsætisráðherrann , ég hafði það á tilfynningunni trekk í trekk , að hann væri þáttastjórnandinn , Gísli Marteinn sæti fyrir svörum , vissulega er það af hinu góða að vera hreinskilinn , en hvernig Sigmundur snéri út úr spurningunum , snéri þeim upp á Gísla , eða kom sér hjá því að svara , ja það er ljótt að hugsa það og enn ljótara að segja það , en gengur forsætisráðherrann örugglega á öllum , ég meina er höfuðið alveg að virka ?
 
   Vel getur verið að álagið sé mikið á stjórnarheimilinu , og forsætisráðherrann sækist eftir starfi hjá RÚV , en ég efa að svona framkoma sé besta leiðin til þess , hann væri maður að meiri að biðja Gísla afsökunar , hann hlýtur að hafa farið vitlausum meginn framm úr í morgunn , eða eitthvað annað mun verra sem maður svo sem vonar að sé ekki . 

mbl.is Ekki nýr ráðherra á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Mér er frammistaða Forsætisráðherrans í þessu viðtali  alvarlegt áhyggjuefni.

Hann, eins og fleiri af kosnum fulltrúum þjóðarinnar, virðist ekki gera sér grein fyrir því að fjölmiðlar gefa kosnum fulltrúum lýðveldisins tækifæri til að kynna kjósendum aðgerðir sínar og stefnu og skapa þar með, hugsanlega, traust á stjórnvöldum og samstöðu meðal þegna landsins.

Stjórnandi þáttarins sýndi Forsætisráðherra fulla kurteisi og virtist þokkalega vel undirbúinn fyrir viðtalið. Spurningar hans voru skýrt orðaðar en því miður get ég ekki sagt það sama um svör eða viðbrögð Forsætisráðherra við þeim og persónulegar árásir forsætisráðherra  á spyrjenda voru, vægast sagt, aumkunnarverðar.

Agla, 16.2.2014 kl. 13:56

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Alvarlegt áhyggjuefni segir þú Agla , jújú vissulega get ég vel tekið undir það , en er ekki öllu meira áhyggjuefni , þótt ég hafi ekki minnst á það í þessarri bloggfærsluminni , að stór hluti þjóðarinnar telji það besta kostinn í stöðunni að kjósa yfir sig , fyrgefðu en ég kýs að tala hreint út frá mínu brjósti , enn og aftur hrunflokkana , þ.e. fl-fokkinn og framapotarafokkinn , það fólk sem fynnur sig knúið til þess , hvernig er höfuðbúnaðurinn á því , og er ég þá ekki að upphefja sjálfan mig .

Að vísu , eins og kemur fram í þessarri færslu , þá sagði ráðherrann/óráðherrann sumt viturlegt þarna , en þess á milli var hann argasti dóni .

Hörður B Hjartarson, 16.2.2014 kl. 15:54

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Landsbyggðarfólki! Er Sigmundur ekki skráður til heimilis á ,,landsbyggðinni"?

Ingimundur Bergmann, 16.2.2014 kl. 17:52

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hörður, forsætsraðherra svaraði fullkomlega,en þurfti stöðugt að minna spyrjanda á (þvi eitt sinn var hann fréttamaður sjálfur) að hann byrjar ekki spurningar á athugasemdum sinum,það er einnig afar erfitt að svara án þess að leiðretta það sem Gisli hefur eftir honum.

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2014 kl. 18:22

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ja ekki veit ég um það Ingimundur , en sé svo , þá er hann ekki fyrsti fuglinn í þjóðarleikhúsinu sem skráir sig úti á landi , ja alla veganna var hann , tröllabarnið , í framboði fyrir norðan .

Helga ! Vel getur verið að þú hafir heyrt fullkomnuð svör frá honum , en því miður , þá námu mín eyru það öngvan veginn , m.ö.o. ég er þér engan veginn sammála , né heldur heill hellingur af fólki , þar á meðal þessi hér:

http://www.ruv.is/gestapistlar/ekki-hotun-heldur-spadomur

Ég reikna þá með að þér hafi fundist hann , ja eigum við að nota orðið yfirleitt , málefnalegur í aðfynnslum sínum er hann var í stjórnarandstöðu , því það fannst mér yfirleitt vanta hjá honum , blessuðu tröllabarninu .

Endurtek enn og aftur ;mér fannst Gísli M standa sig vel í þættinum , það er ekki fyrir alla að lenda í svona gapandahætti eins og Bubbi kóngur átti til að sýna líka .

Hörður B Hjartarson, 21.2.2014 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband