mán. 22.11.2010
Rjómakaramellur - uþb. 40 stk.
1 msk. smjör/smjörlíki
2 dl. rjómi
2 dl. sykur
1 dl. ljóst síróp
1 tsk. vanillusykur
Í formið 1 tsk. matarolía
1. Bræðið smjörið í potti , setjið rjómann , sykurinn og sírópið saman við . Sjóðið við vægan hita þar til karamellan er farin að þykkna vel , mikilvægt er að hræra nánast stanslaust , hrærið vanillusykri saman við - Varúð !! Karamellan er sjóðheit og festist við það er hún slettist á .
2. Látið nokkra dropa af karamellu leka í könnu með köldu vatni til að athuga hvort karamellan sé tilbúin , getir þú búið til litlar kúlur úr kaldri karamellunni , þá er hún tilbúin .
3. Varúð !! Karamellan brennir illilega . Smyrjið lítið form með matarolíunni , eða notið smjörpappír , hellið karamellunni í formið/á pappírinn .
4. Þegar karamellan er orðin köld , þá klippið/skerið hana í mátulega stóra bita , vefjið síðan bitunum í plast . Þessar karamellur eru æði fyrir börn á öllum aldri .
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Ertu ga...... svo liggur maður íðessu.
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2010 kl. 21:33
Helga !
Bon appetit .
Hörður B Hjartarson, 23.11.2010 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.