- Steinunn Valdís ! Ert þú þjóðin , eða

 

 

        berð þú þjóðina í hjarta þínu ?

        Eitt er víst , að ég er ekki þar , hélt þó ég væri hluti þjóðarinnar , en það er nú svona með  þessa reynslumiklu pólitíkusa , þeirra sannleikur er stærri og öflugri en okkar hinna , sérstaklega pólitískra viðrina , eins og við á , er ég á í hlut , enda segja okkur dæmin að svo sé , eins og t.d. er Ingibjörg Sólrún tilkynnti okkur í Háskólabíói , á sínum tíma , " - - þið eruð ekki þjóðin" .

        Á meðan þú og þín dæla sjá ekki ásæðu til , að þú segir af þér þá hagar þú þér sem sannur útrásarvíkingur , þú ert saklaus , það hljóta að hafa verið kjánarnir sem þig styrktu , þeim ber að segja af sér .

        En svona yfirlýsing kemur ALLT ALLT ALLT of seint , þú varst í aðstöðu til að segja af þér eftir fyrstu mótmælin , fyrir utan þitt heimili , mótmæli sem þú , ein og óstudd , barst alfarið ábyrgð á , en eftir það , þá var siðferðið rokið út í veður og vind .

        Þín framkoma mynnir mig á afsökunarbeiðni Björgúlfs Thor um daginn , því hvernig sá "sómamaður" hagaði sér í Kompássþættinum 2008 , þá sá hann ekki eftir nokkrum hlut , þetta er eins og ef um tvö börn væri að ræða , annað réðist , að ósekju , á hitt , það væri skammað fyrir það , það segði fyrirgefðu , svo þegar allir litu undan , þá berði það hitt barnið aftur og enn , og allir ættu að fyrirgefa því , án hegningar , því það segði fyrirgefðu .

        Steinunn Valdís ! Getur hugsast , að er þú varst sköpuð , þá hafi gleymst að setja í þig hjarta  ?

       

       Guðlýgur Þór   S I T T U   S I T T U   S I T T U   -   S H J I T T U   -  ásamt  öllum  hinum styrkþegunum og dragið ykkar eigin FL-flokka í svaðið - enda eiga þeir ekki betra skilið , því þeirra er líka sökin að henda ykkur ekki  S T R A X  í burtu .


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við höldum áfram að berjast lyfi lýðræðið spillinguna burt!

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 18:28

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Siggi !   Því miður - þá hef ég enga trú á að svo verði - því það tekur einn við af öðrum og ég er farinn að halda , að í Þjóðarleikhúsinu sé , án gríns , í raun og veru til  hausaskiptaherbergi , skírasta dæmið um það , í mínum huga , er Eiður Svanberg Guðnason , því hann var , á sínum tíma besti fréttamaðurinn í sjónvarpinu , hvað varðar að láta menn svara spurningunum í viðtölum , en þá voru allt allt aðrir tímar og menn fengu spurningarnar skrifaðar á blaði áður en í viðtalið var farið og í sumum tilfellum þá réðu þeir hvaða spurningar voru felldar niður .

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband