mið. 22.4.2009
Svona er fólkið ,
sem þjóðin ætlar að kjósa sér á þing á laugardaginn - Er þetta NÝJA-ÍSLAND ?
Löngum hefur gullfiskaminnið þjakað landann , en muni menn ekki viku aftur í tímann þ.e. á laugardaginn , þá keppist fólk við að kjósa yfir sig sama grautinn í sömu skálinni .
Hermann Daníelsson varar okkur við þessu með eftirfarandi orðum :
Eru þrælar auðs og valda,
ennþá komnir hér á stjá ?
Hrindum þeim á klakann kalda
kölski mætti hirða þá.
Gáfnaljósum geislar frá,
gjörðum sínum hrósa,
flýtið ykkur fundinn á,
foringjana að kjósa.
Kolbeinn Högnason bendir okkur á , í eftirfarandi , að :
Eigi að skapa ástand nýtt
upp úr þessu flagi ,
hvítt sé svart og svart sé hvítt
- svo er allt í lagi .
Gefum sukkinu og svörtu og hvítu frí - við eigum betra skilið .
Steinunn Valdís fékk fjórar milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Man þetta ekki Stefán , en langt í frá ég rengi þig . Málið er einfalt í mínum augum ; hið opinbera = við ,- á ekki , og má ekki , (siðferðilega) , taka þátt í svona sukki og svínaríi , ekki með eins eyrirng með gati . Það er ekki skrítið að þessi fyrirtæki fari lóðbeint á höfuðið með svona kóna við stjórnvölinn , annað væri í raun stórfurðulegt .
Hörður B Hjartarson, 22.4.2009 kl. 18:13
Tinna ég var ekki að hrósa gullfisknum þínum að ástæðulausu , sbr. gullfiskaminnið , hann á sko vel við . ;)
Hörður B Hjartarson, 22.4.2009 kl. 18:18
Hörður B Hjartarson, 22.4.2009 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.