Kreppan á 21.öld.

 Síðustu mánuði hefur sú hugsun , stundum , komið í hug minn , hve slæm og hve mikil þessi kreppa sé , miðað við lífsafkomu fólks á Íslandi , þó ekki sé nema fyrir svona fjörutíu árum , hvað þá miðað við fyrri hluta síðustu aldar . Eins og margur veit , þó ekki allir , þá eru einungis sextíu til sjötíu ár síðan þjóðin kom út úr torfbæjunum ; ekkert rafmagn , ekkert heitt vatn , jafnvel ekkert kalt , þurfti að bera það í bæinn utan úr læk , eða það var handdæla . Húsið byggt úr grjóti og torfi , já torfið var einangrunin . Fólk kveikti ekki á útvarpi , né sjónvarpi og gat skipt um hundrað rásir , þar til það fann eitthvað áhugavert , efnaðra fólk átti bíl , ekki bíla , samkomuhúsin voru kirkjur landsins , já kirkjur landsins voru menningarmiðstöðvarnar . Veðráttan sl. þrjátíu ár hefur gjörbreyst á landinu frá því sem áður var , því t.d. í Reykjavík hafa ekki komið snjóavetrar utan sennilega tveir á þessum síðustu þrjátíu árum , svo einhvern tímann hefur verið sofið undir frostmarki í þessum bæjum . Og merkilegt nokk , öldum saman hafði þjóðin  þennan "lífsstíl" , og engin var kreppan . Stundum er gott að líta um öxl , og hugsa .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er merkileg og þörf hugleiðing. Hve mörg ár hefur kreppan fært okkur aftur í tímann hvað lífskjör varðar? Það held ég að séu ekki svo ýkja mörg ár hjá flestum.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Já mikið rétt ! Málið er náttúrulega að það er svo rosalega mikill munur á lífsstandardinum í dag og þó við færum ekki nema þrjátíu ár aftur í tímann , þegar öll raftæki t.d. voru á svimandi háu verði o.fl. ofl. þá var t.d. ekki algengt að hjón hefðu sinn hvorn bílinn. Hvað þá ef við förum aftar í tímann . Til dæmis er mín fyrsta minning er við bjuggum í fjárhúsunum , en bærinn brann ´57.

Hörður B Hjartarson, 31.3.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Varstu lagður í jötuna?

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 18:16

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ef þú lest höf. umsögn hér á síðunni , þá veist þú betur , ef ég man rétt.

Hörður B Hjartarson, 31.3.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Nei fyrirgef þú gleymsku mína , fæddur í norðurstofunni (í bænum sem brann) og fyrsta afrekið var að pissa á Binnu frá Arnbjargarlæk (ljósuna) móður Davíðs fv. alþm. frams.

Hörður B Hjartarson, 31.3.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband