þri. 16.12.2008
Fleiri skógarketti
Ég veit náttúrulega Konni að lýðnum kemur þetta ekki við , en ég var að velta fyrir mér hve margar milljónirnar væru sem farnar væru , í þjóðarleikhússnefndarstörf og í alla skógarkettina sem þessi og hinn óráðherrann kannast við , vegna bankahrunsins . Læt fylgja fríar aðferðir til að stinga á "sparnaðaraðferðum" leikstjórnenda í þjóðarleikhúsinu: Fækka ykkur í þrjátíu , einn starfsmann í hvert sendiráð , eða leggja þau niður , öll laun hjá því opinbera niður fyrir sjö stafa tölu og er þó nóg um , gefa G unum þrem eftirlaunaósómann þ.e. George Bush , Gordon Brown og Geir Hilmar Haarde ( og fari þeir allir sömu leið ) , ein heildarlaun fyrir setu í þjóðarleikhúsinu , fækka nefndum á vegum þjóðarleikhússins niður í tveggja stafa tölu (eru nefndirnar á fjórða þúsundinu, eða veit það kannski enginn) og síðast en ekki síst gefa lýðnum þetta í jólagjöf á þessum komandi jólum en ekki í þarnæsta lífi.
350 milljónir í ráðgjöf og almannatengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 29.3.2009 kl. 15:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.