mán. 9.5.2011
Þetta er skelfileg uppákoma -
að ráðast á heimili fólks - og þó svo að leikararnir á Austurvelli hafi oft og einatt hagað sér ósiðsamlega , t.d. eins og börn í sandkassa , þá er það nú mitt mat á Ögmundi að hann sé einna skárstur þessarra leikara og svona framkomu á hann síst skilda .
Ég vil biðja þig/ykkur gerandi/ur góði/r að virða þau sjálfsögðu réttindi fólks , sem ekkert hefir til saka unnið , að láta heimili þeirra í friði - svona framkoma er fyrir neðan allar hellur - jafnvel þó svo að þú/þið eigið þessu embætti eitthvað grátt að gjalda , ef þú/þið ert/eruð partur af þessum íslensku apaköttum sem eitt sinn hétuð Fáfnir , þá segi ég nú bara að það væri meira en lítil landhreinsun ef þið yfirgæfuð landið , því þó svo að Útrásarvíkingarnir séu slæmir og að mínu mati ættu að vera nið´r á sex fetum , þá eruð þið VERRI - ef eitthvað er .
Enginn grunaður um grjótkast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það hlítur að vera hræðilegt að verða fyrir svona reynslu og tek ég heilshugar undir orð þín til þeirra sem gerðu að láta heimili manna í friði og láta sér frekar nægja að mótmæla á Austurvelli...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 18:05
Komið þið sæl; Hörður síðuhafi / Ingibjörg Guðrún, sem aðrir gestir, Harðar !
Hvergi kemur fram; í skrifum ykkar, fordæming á illyrmis stjórnarháttum Ögmundar Jónassonar; þar sem hann stendur fyrir linnulausum árásum Sýslumanna landsins, á íslenzk Alþýðuheimili - og hefir þar með svarist í fóstbræðralag, með Banka Mafíunni; á hverrar vegum Sýslumenn sækja, að fólki.
Ráðlegg ykkur; að skoða alla málavöxtu, Hörður og Ingibjörg - og ég þykist vita, að ykkar meiningar eru vel meintar, gott fólk.
En; Ögmundur er, því miður, enn eitt afsprengi spillts og dáðalauss kerfis, hinnar alræmdu valdastéttar, hér á Fróni.
Það er ekki allt; sem sýnist, eins og Galdra- Imba (17. öld) kvað forðum.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 01:36
Ja Óskar !
Ekki þekki ég til Galdra-Imbu , en í sambandi við Ögmund karlinn , þá er ég þér ekki sammála Óskar , því mitt mat er að Ögmundur hafi ýmislegt gott gert . Í sambandi við heimsóknir sýslumannsembættisins á heimili íslendinga , þá , að sjálfsögðu , mæli ég öngvan veginn með þeim , en stundum eiga þessar heimsóknir sér eðlilega skýringu og stundum alls alls ekki , en að Ögmundur sé einn aðal sökudólgurinn á þeim heimsóknum , um slíka fullyrðing efast ég og það stórlega - að auki þá hefur ætíð verið auðvelt að dæma hluti (aðgerðir) jafnvel þó svo að væri dómarinn í sporum viðkomandi , þá væri útkoman hálfu verri , eða hvað sagði ekki kerlingin : "Dæmið eigi , svo þér verðið ei dæmdir".
Innlitið þakka ég .
Hörður B Hjartarson, 13.5.2011 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.