þri. 5.4.2011
Ég var að hlusta með öðru eyranu á jáarana
í þættinum um Iceslave í sjónvarpinu og ég verð bara að viðurkenna það eins og er að mér varð flökurt , já flökurt , lá við að ég meira að segja ældi . Ástæðan - jú það virðist vera aðalmálstaður jáaranna að samþykkja þjófnaðinn til að við íslendingar getum haldið áfram að taka lán , þvílíkur málstaður .
Ég hélt í einfeldni minni , að fólki þ.e. öllum sem eru orðnir þurrir - að mestu , á bak við eyrun , skynjuðu orðið að við áttum aldrei að samþykkja Iceslave né heldur AGS , en öðru nær - nú geysast menn fram á kjaftvöllinn í sjónvarpinu :"Við verðum að samþykkja þetta til að við getum átt möguleika á að byggja upp þjóðfélagið hérna með því að taka LÁN " , en að sjálfsögðu þá ætti í stað orðsins "LÁN" , að standa "ÓLÁN" .
Í guðs almáttugs bænum jáarar , gerið eitthvað - farið í jóga og athugið hvort þið þornið ekki á bak við eyrun .
Standa betur vegna neyðarlaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Norðdælingur góður !
Jú; Hörður. Sérílagi; er ýmsum Háskóla gengnum - sem öðrum vorkun til, að hafa ekki verið almennilega uppfræddir á því, af hverju Íslandi tókst, að komast til nokkurra bjargálna.
Sjósókn - fiskvinnzla og lanndbúnaðar iðjan, voru / og eru, þær greinar sem við höfum átt allt okkar undir - ekki; lántökur og fjármála brask, í öðrum löndum sem á daginn er nú komið, síðuhafi góður.
Þess vegna; liggur okkur beinast við, að hafna reikningum Björgólfs Guðmundssonar (og sonar), þann 9. Apríl, næst komandi, af einurð og festu, mikilli.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:47
Já er nema von Hörður minn,að kenni velgju,en nú förum við og rúllum þessu upp. Með NEI-I .
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2011 kl. 01:05
Síðast í dag sagði Gjaldborg Tjaldborg að það þyrfti að koma þessu frá svo að Ísland félli ekki í ruslflokk , því það væri afleitt vegna erlendar lántöku , það er uppbyggingin á landinu ; að taka lán á lán ofan og ólán ofan á það . Það er ekki skrítið að landið sé að komast á gnípinn .
Hörður B Hjartarson, 8.4.2011 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.