Hvað eiga Bláfjöll og eitt fáránlegasta "stórvirki" Hrunólfs , Harpan sameiginlegt ?

 

 

        Jú eitt eiga þau sameiginlegt , og það með öllu ?  Við höfum efni á hvorugu . Mín skoðun er sú að báða staðina hefði átt að hætta við - ástæðan ; jú það er hægt að renna austur í Oddskarð , ellegar norður á skíði og það er afar lítill hluti þjóðarinnar sem fer að hlusta á Sinfóníuhljómsveitina eða var Gamla Bíó aldrei blessuðu fólkinu boðlegt ? Sé svarið nei , þá á þetta fólk ekki heima á Íslandi , sé svarið já þá er fólkið sammála mér , ellegar ætti að vera það .

        Vissulega er það hið versta mál , ef atvinnuleysi blasir við því fólki sem í Bláfjöllum starfar , en varla getur nokkur maður réttlætt það fyrir sjálfum sér , hvað þá öðrum að það beri að halda Bláfjöllunum opnum eða hve fáa (ekki hve marga) daga hafa Bláfjöll verið opin að meðaltali hvern vetur t.d. síðustu tíu árin - ætli svarið sé ekki u.þ.b. vika að meðaltali - getur einhver verið svo blindur að réttlæta eina vikuopnun í Bláfjöllum þannig að Reykvíkingar borgi 87millj. fyrir þessa viku ? Sé sá maður til , þá er hann spítalamatur , og annað enn verra ; hann er afar slæmt tilfelli .

 

    Nei góðir hálsar - opnum augum , horfum á staðreyndir - það er kreppa og þá SPÖRUM við .

 


mbl.is Mótmæla hugmyndum um lokun skíðasvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega það er málið og hárrétt hjá þér.

Sigurður Haraldsson, 10.11.2010 kl. 23:44

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Takk fyrir það Siggi - samt sem áður ber ég hlýjan hug til Bláfjalla , enda vann ég þar einn vetur .

Hörður B Hjartarson, 11.11.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Smári !

    Í fyrsta lagi þá hefur enginn snjór verið hér á suðv. horninu s.l. 10-15 ár , síðasti vetur að heitið geti var ´94-´95 , en nægur snjór vetur eftir vetur bæði á Ísafirði Akureyri að ég ekki tali um á Siglufirði , annað það vantar gesti á alla þessa þrjá staði og allir þessir staðir hafa fullt af fegurð til brunns að bera ekki síst Siglufjörðurinn , en þar er snjórinn sennilega mestur , þetta yrði þessum stöðum afar góð lyftistöng , einnig ýtti þetta undir bættar samgöngur á þessa/þennann stað , svo ég sé ekki meinið , eða hvernig fannst þér Bakkabræður standa sig við að bera sólskinið inn í bæinn með húfunum , slíkt er álíka og að halda Bláfjöllunum opnum ; - )  .

Hörður B Hjartarson, 31.12.2010 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband