Sko kallinn - þetta á hann til ,

 

 

        hann getur greinilega gert fleia en mæra útrásarvíkingana , ellegar hengja medalíur á "stórmenni" landsins , en ekki þekki ég hvort hann hafi átt þann vafasama heiður að hengja eitthvað af orðunum (sjö að ég held) á "blessaðan" biskupinn okkar fyrrverandi .

        Með þessu er hann að gera okkur , að mínum dómi , feikna gagn og honum ber að tjá sig jafnt hérlendis sem erlendis um menn og málefni , t.d. var 100% rétt af honum , á sínum tíma , að tjá okkur um óskapnaðinn sem vegagerðin hefir komist upp með á Vestfjörðum , en vegirnir þar hafa verið stórhættulegir , á okkar mælikvarða , en hvað gerði ekki "stórmennið" úr suðurhafseyjum , Árni Johnsen er Óli tjáði sig um óskapnaðina fyrir vestan , jú hann fór hamförum , það er ekki í eina skiptið sem sá maður mætti og ætti að skammast sín .

        Munum það og virðum , góðir hálsar , fólk á það sem það á - hvort heldur er gott eða illt , jafnvel sjálfur Bessastaðtrúðurinn .


mbl.is Ósanngjarnar kröfur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú er hægt að lesa Icesave-hlutann af viðtalinu með hinni ágætu frammistöðu forsetans í uppskrifuðu textaformi á þessari vefsíðu: FORSETINN Í KRÖFTUGU CNN-VIÐTALI.

Jón Valur Jensson, 15.9.2010 kl. 23:36

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Jón !

    Þú fyrirgefur , en ég verð nú að viðurkenna , að ég hef hingað til , geri og mun um ókomna tíð alveg halda vatni yfir því hvað Herra Bessastaðatrúður gjörir ellegar hvað hann mun gjöra , en hann á það sem hann á - eins með þig .

Hörður B Hjartarson, 18.9.2010 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband