mið. 23.6.2010
- Már Guðmundsson ! Ég hvet til samstöðu í kolli þínum ,
því ég veit ekki betur , en þeir sem skulduðu körfulán , hefðu fengið að fara á hausinn í GUÐS FRIÐI , þ.e.a.s. ef dómur Hæstaréttar hefði ekki komið til , og tali ég bara fyrir mig , þá væru 50% líkur á að ég færi á hausinn , ef breyting yrði ekki á körfulánunum .
Og hvernig er það með þinn umtalaða kreppubotn , því þú talaðir um að við værum nánast komin á botninn fyrir , hvað , 4-6 vikum síðan - er ekki betra , heiðurs þíns vegna , að spara yfirlýsingarnar ?
Annað ; því í ósköpunum er hægt að afskrifa milljarða á milljarða ofan hjá útrásarvíkingunum , en þegar farið er framm á að milljónir verði afskrifaðar fyrir hinn almenna íslending , þá fara bankarnir á hausinn !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Er þetta sú speki sem þú lærðir í þínum framhaldsskóla ?
Mikið er ég hamingjusamur að hafa ekki höfuðbúnað í að skilja svona "fróðleik" .
Hefðu lækkað vexti meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Facebook
Athugasemdir
GOTT hjá þér og satt!
Kveðja úr sveitinni!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.6.2010 kl. 19:30
Ísland á sér ekki viðreisnar von og best að ganga sem fyrst í ESB eða ellegar að afsala sjálfstæðinu til Danmerkur. Þetta gjörspillta þjófa þjóðfélag sem er með dæmda þjófa á þingi, er þvílíkt bananalýðveldi að verstu ríkin í svörtustu Afríku blikna í samanburði. Íslendingar eru aumingjar upp til hópa og þurfa á smá aga að halda. Fyrsta skrefið í því ferli er að afsala sjálfstæðinu enda kunna íslendingar ekki með það að fara. Flestir komnir af snæris- og sauðaþjófum sem leynir sér ekki í þeirra framferði. Þetta er keppni um að stela sem mestu og ljúga eins miklu og hægt er. Þetta er rotið samfélag.
Guðmundur Pétursson, 24.6.2010 kl. 06:06
Takk fyrir það Silla og ég vona af öllu mínu að sólin hafi skinið jafn glatt hjá þér sem og hér nú undanfarið.
Já Guðmundur þú segir nokkuð , en það er þetta með snærisþjófana , ja það er alla veganna reynsla mín í þessu æífi að okkur hættir til að eiga full auðvelt með að dæma , og er ég efalaust þar einn af mörgum , en snæri er nú bara snæri , kannske engu öðru til að stela í þá daga .
En ég er ekki sammála þér með ESB , því ég leyfi mér að efast um að okkar hagur sé staddur þar , stundum er það svo í lífinu að vitum ekki hvað við höfum fyrr en við missum , kannske okkur hollast að fá aftur maðkaða mjölið frá Danskinum ellegar kartöflurnar óætu frá Bretadj , , , , , .
Hörður B Hjartarson, 25.6.2010 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.