fim. 20.5.2010
- Krosslafur sé kreppu -
næstur og annist ár og síð , já alla tíð .
Ég var að horfa á Helga Hóseasson í sjónvarpinu , og ég verð að segja , því miður , þá var ég honum sammála - trekk í trekk , og það var til skammar hvernig við íslendingar fórum með hann , því hvað er skírnarsáttmáli annað en einhver samþykking , sem hver og einn ætti að geta skipt um skoðun og neitað , sýnist honum svo , eða er okkur óheimilt með öllu að skipta um skoðun í lífinu - hvers vegna er meira mál að afmá skírnarsáttmálann , en að skipta um trúflokk , við höfum jú rétt á að segja okkur úr þjóðkirkjunni , jafnvel annann Krosslaf ?
Gott þótti mér nafnið hjá honum á svokölluðum löggæslumönnum þessa lands , þeim sömu og eiga að verja einstaklinga landsins , en í stað þess að verja , þá berja þeir oft og einatt þá sömu , t.d. ef þessir "stórglæpamenn" dirfast að tjá sig um framferði Þjóðarleikhússleikaranna á Austurvelli , hann skírði þá ÞRÆLA , já þrælar eru þeir , og þrælar skulu þeir heita - lögreglan .
Ungur að árum komst hann að því að það voru til Alþýðuflokksíhöld , Framsóknaríhöld og Sjálfstæðisíhöld , og allt væri þetta sami grauturinn í sömu skálinni - sem eru , jú , orð að sönnu , er svo einhver að efast um að niður við Austurvöll stendur aðalleikhús landsins sjálft Þjóðarleikhúsið?
Krosslafur sé þeim næstur , er um það efast - ei mun af veita .
Með kærri kveðju frá RÍÓ - því ei mun af veita .
Athugasemdir
Hjartanlega sammála.
Jón Pétur Líndal, 20.5.2010 kl. 00:16
Takk fyrir það Jón .
Ég tel mig vera einn pólitískasta manninn á landi voru - enda er ég pólitískt viðrini , þ.e. ekki bundinn á klafa neins flokksgæðingsins og skila auðu ef ekkert vit er til að kjósa , bara óvit(a).
Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 00:25
Sæll. Það eru alltaf einhverjir sem sjá hlutina nokkurn veginn í sinni réttu mynd en slíkir aðilar eiga auðvitað ekki upp á pallborðið hjá ráðandi öflum. Annar sterkur á þessu sviði er Ástþór Magnússon. Hann fær ekki síður sína útreið en Helgi. Er búinn að fara í steininn vegna mótmæla sinna og varð fyrstur Íslendinga til að vera dreginn fyrir dóm vegna upplogins gruns yfirvalda um að hann hyggði á hryðjuverk.
En það er merkilegt að þegar maður ber saman Helga og Ástþór, þá eru þeir að miklu leyti að mótmæla sömu hlutunum. Ástþór hefur þó ekkert verið að pæla í kirkjulegu málunum eins og Helgi. En báðir hafa t.d. mótmælt því að íslensk yfirvöld gerðu þjóðina ábyrga fyrir fjöldamorðum úti í heimi með stríðsþáttöku sinni. Það eru allir sammála um þetta núna, og það eru allir sammála um ónýta stjórnmálaflokka núna. En þessir menn hafa báðir verið hæddir látlaust fyrir að sjá þetta á undan öðrum. Það vantar því miður sjálfstæða hugsun í flesta Íslendinga.
Jón Pétur Líndal, 20.5.2010 kl. 09:54
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð myndina um hann Helga og þekki ekki alveg söguna á bakvið samskipti hans við Kirkjuna. En ég veit hins vegar að í Biblíulegum skilningi þá er skírnarsáttmálinn ekki sáttmáli á milli Helga og Þjóðkirkjunnar heldur er það sáttmáli á milli Helga og Guðs (eða reyndar foreldra hans þar sem líklega hefur hann verið skírður sem barn... en Biblían talar bara um skírn fullorðinna). Það er því á milli hans og Guðs að afnema skírnarsáttmálann.
Reyndar segir í Bíblíunni að skírnin sé bæn um góða samvisku. Fullorðinsskírn (þar sem mönnum er dýft alveg ofan í vatnið) er að auki táknmynd upp á dauða og upprisu Jesú. En Helgi hefur eflaust ekki fengið slíka skírn.
Það er því ekki á valdi Þjóðkirkjunnar að taka aftur þessa bæn um góða samvisku. Skírnin hefur verið framkvæmd og eru engar reglur gefnar í Biblíunni um það hvernig hægt sé að afnema þennan sáttmála.
Andri (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 14:39
Andri ! Hvernig getur þú sagt að þetta sé alfarið á milli einstaklings og Krosslafs (+ einhverra tveggja til viðbótar sem er samt sem áður eitt og sama ) , því ef þjóðkirkjan hefur ekkert með þetta að gera , þá hefur þjóðkirkjan - að sjálfsögðu - ekkert með skírnina að gera - þú talar eins og sannur stjórnmálamaður eða útrásarvíkingur , jú þeir , yfirmenn bankanna , höfðu ekkert með hrunið að gera , það voru bara helv. bankarnir sem gerðu þetta allt saman og báru ábyrgðina , ekki þeir englarnir guðs útvaldir . Þetta er nákvæmlega sama afstaðan .
Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.