Gáfuð og ágæt kona !

 

   Ja hérna - öðru vísi mér áður brá .

   Er nýi ritstjórinn að reyna að skora hjá fólki sem hefur trú á I.S.G. ?

   Kannski Bessastaðatrúðurinn verði næstur , svo útrásarvíkingarnir o.s.frv.


mbl.is Davíð: Mun nýta reynslu úr fyrri störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Í ljósi atburða gærdagsins í Hádegismóum opnast allar flóðgáttir fyrir góðar hugmyndir. Svo sannarlega ekki vanþörf á. Við verðum að nýta allt sem getur komið okkur vel. Nýta þekkingu og reynslu sem flestra. Nýta okkur til fullnustu það fólk sem hefur sýnt sig að vera ekki ákvarðanafælið, þótt ákvarðanir þess orki stundum tvímælis og kalli á eldheit andsvör. Það er bara eðlilegt.

Við eigum að vera óhrædd við ljót orð eins og þöggun, hagsmunatengsl, eiginhagsmuni, flokkshagsmuni, vinavæðingu, spillingu og mörg önnur orð af svipuðu sauðahúsi, sem óvandað fólk notar ótæpilega. Í tíma og ótíma.

Hafandi slegið þetta á lyklaborðið, hlýtur maður í forundran að spyrja: Af hverju í ósköpunum hefur Fjármálaeftirlitið (FME) ekki ráðið til sín menn eins og Sigurð Einarsson, Hreiðar Má Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Sigurjón Árnason, svo fáeinir reynsluboltar séu nefndir. Það sér hver maður að slíkan mannskap innanborðs munu allar rannsóknir ganga betur fyrir sig. Þar er mikil þekking og reynsla uppsöfnuð. Nýtum okkur kunnáttufólkið okkar.

Björn Birgisson, 25.9.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Ég er smeykur um að þessir "kunnáttumenn" myndu fyrst og fremst misnota sér aðstöðuna sem þeir væru komnir í , væru þeir í þessum störfum , í það minnsta yrði að loka , alfarið , á þann möguleika þeirra , því engum öðrum væri betur treystandi til að misnota aðstöðu sína en útrásarvíkingunum - synd og skömm að enginn þessarra stórglæpamanna skuli vera kominn á bak við lás og slá enn þann dag í dag , maður liggur á bæn á hverju kvöldi um að svo verði .

   Í þokkabót er einn aðalarkitektinn að "góðærinu" orðinn ritstjóri hér (hvort sem honum líkar betur eða verr , þá getur hvorki hann , né nokkur annar neitað að svo sé) já og farinn að tala vel um ISG , ætli hann fari ekki að hrósa Bessastaðatrúðnum , svo útrásarvíkingunum o.s.frv.

   Hvar endar þetta allt saman ?

   Jú hann má eiga það að hann er góður penni , hann hefur rétta sýn á Iceslave , sem og AGSlánið , en hann má líka eiga það að hann á hálfan hæðstarétt og hann kom syni sínum á þægilegan stað á spenanum - já þessi maður er ríkur , hann Davíð Oddsson , hann á margt , en misgott .

Hörður B Hjartarson, 27.9.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband