Össur Skarphéðinsson !

 

 

        Ég vil allra mildilegast benda þér , sem og öðrum á , að það er ekki í þágu íslenskra hagsmuna , að hafa þig á alþingi , hvað þá utanríkisráðherra , ástæðan ; í sjónvarpsþætti sem Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Sigmar (held Guðmundsson) , stýrðu um miðjan apríl (kortéri fyrir kosningar) , þá marg gengu þau á þig og báðu um þitt álit á Bakkaálveri , eftir u.þ.b. tíu mín. atlögu að svari frá þér , kom þetta líka "stórkostlega" svar , og ég held að svarið hafi tekið hálfa sekúndu : "Jánei" ! ? ? ? ?

        Hafir þú ekki getað tekið afstöðu með , af , eða á , þá bar þér að sjálfsögðu að segja það , málið dautt . En Össur Skarphéðinsson , sem engan lætur eiga inni hjá sér , var ekki maður til að svara af hreinskilni , heldur fól svarið í sér svar við því hve "stutt"  hann er búinn að sitja í þjóðarleikhúsinu , m.ö.o. þú ert gegnsýrður spilltur stjórnmálamaður , sem þekkir engann veginn þinn vitjunartíma , og ég leyfi mér um að efast stórlega um , að kunnir að skammast þín .

        Að lokum skal þess getið , að ég skammast mín fyrir að hafa slíkan utanríkisráðherra , en skömmin er þó engin miðað við þá , að ég var svo bláeygur , að ég hafði trú á þér , - far þú norður og niður .


mbl.is Ekki í þágu íslenskra hagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

        Sigurbjörg !

        Seg þú mér eitt , gerir þú svo "gengdarlausar" kröfur til stjórmálamanna , að þú sést sátt við þetta líka "stórkopstlega" svar ?

        Eig þú góðar stundir .

Hörður B Hjartarson, 10.5.2009 kl. 17:04

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

        Sigurbjörg!

        Hvorki ég né þú , né nokkur annar , hvar í flokki sem þeir standa , eiga að sætta sig við , að hafa mann á þingi , sem er orðinn svona gegnsýrður af sínu starfsplotti , sem þessu , hvað þá ráðherra .

        Ennfremur vil ég benda þér á , eins vil ég benda þér á það sem kemur framm síðast í færslunni hjá mér , um bláeyga manninn .

        Þú talar um svar frá honum ; "jánei" , getur aldrei verið svar , " Ég treysti mér (eða get  ) ekki til að taka afstöðu" , eru svör , um þetta getum við ekki annað en verið sammála , þó kannski annar aðilinn vilji ekki gangast undir það .

Hörður B Hjartarson, 10.5.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

       Sigurbjörg!

       Fyrirgefðu , en ég endurtók "Ennfremur vil ég benda þér á!

       Eig þú góðar stundir og takk fyrir innlitið .

Hörður B Hjartarson, 10.5.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband