Þegar Kristján heitinn Eldjárn

 hætti , 1980 , þá áttum við íslendingar að vera gáfaðir og leggja niður þetta embætti . En seint er betra  en aldrei , gerum það í næstu kosningum , og ég legg til að sá sem kemur þessu í framkvæmd , fái restina af fálkaorðum , riddarakrossum , stórriddarakrossum og hvað allt þetta medalíusull heitir , hengdann í sinn barm . Þeir sem helst hafa átt að fá þetta dót , hafa hvort eð er ekki fengið þetta ,       utan nokkrar undantekningar þ.e. hinar vinnandi stéttir í þjóðfélaginu , heldur slekti úr sendióráðum og annað slíkt "mektarfólk" . Ef fólk sem unnið hefur í fiski áratugum saman , og þar með skapað góðan hlut af þjóðarauði vegna útflutnings aðalauðs landsins , á ekki að ganga fyrir við úthlutun þessarra medalía , þá er best að hætta þessum fíflaskap , því þetta er löngu komið út í fíflaskap , hvort sem okkur líkar betur eða verr . Sendum embættið sömu leið  .
mbl.is Tæpur þriðjungur ánægður með forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband