Hvernig sem Bjarnfreðarson reynist okkur í höfuðstaðnum ,

 

 

        þá er það morgunljóst , hann getur ekki verið verri en það sem við höfum haft undangengin ár , þessu til viðbótar , þá er það óumflýjanleg staðreynd , að gömlu flokkunum þarf að hegna , og engan veit ég um sem ég get þar undanskilið ; erum við ánægð með fíflalætin sem hafa viðgengist í ráðhúsinu undangengin ár , t.d. í kring um Villa Vill , Ólaf Magn , Óskar Bergs með sitt kaffisamsæti og allt sitt "vit" , erum við búin að gleyma Hönnu Birnu og Gísla Marteini , erum  við  búin  að gleyma  matarforða Spaugstofunnar , sem hún fékk úr borgarstjórninni , erum við búin að gleyma því hve "vel" Dagur B hefur mætt í sína vinnu (þ.e. á fundina) , viljum við halda þessum "djúphyggnu" reyndu stjórnmálamönnum áfram við völd í borginni okkar ?

       Vel getur verið , að Bjarnfreðarson reynist okkur ekkert neitt afar vel , næstu fjögur árin , en hefur fólk virkilega trú á að ástandið versni , sé svo , þá þarf fólk að gera eitthvað afar róttækt í sínum málum , nema það hafi flokksskírteinið upp á vasann .

      Verum mynnug þess á kosningadag , að við þurfum að hegna þeim mannskap , sem í ráðhúsinu hefur verið , undangengin ár og skiljum gullfiskamynnið eftir heima er við förum á kjörstað .

      Þessu til viðbótar ætla ég rétt að vona að Bjarnfreðarsyni detti ekki í hug að fara að hrófla við Vatnsmýrinni þ.e. það sem eftir er af henni , eða flugvellinum , þar er ekki gull að fynna , allra allra síst í dag , hann hefur , í það mynnsta , ekku mynnst á það .


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig getur þú haldið þessu fram?

Sumir vilja breytingar breytinganna vegna, tilgangurinn skiptir ekki máli.

Ef þetta framboð væri með skýra stefnu, væri hugsanlega hægt að segja að ekki gæti það orðið verra en það sem fyrir er. Því er hinsvegar ekki að heilsa nú.

Lengi getur vont versnað!

Gunnar Heiðarsson, 26.5.2010 kl. 13:23

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Já Gunnar - svo þú hefur trú á að ástandið geti versnað - ég leifi mér að vera efins með það , en alla vegtana , getum við ekki verið sammála um að þeir flokkar , þ.e. það fólk sem hefur verið í ráðhúsinu , undangengin ár , það þurfi að fá ráðningu , í það minnsta efast ég ekki um það .

   Ég get svo bætt því við að ég var enginn aðdáandi Jónsgnarrs hér á árum áður , því mér leiddust þeir þ.e. hann og Sigurjón með þessa þætti sína í útvarpinu , en núna seinni árin hefur hann blómstrað , ég sá hann að vísu ekki er hann var með uppistandið í Borgarleikhúsinu (að mig mynnir) , en ég hef marg frétt , að hann hafi verið óborganlegur .

  Mínar væntingar til Bjarnfreðarsonar eru bara í meðallagi , ég t.d. býst ekki við að lífsafkoma mín vænkist að neinu leiti , en þó er ég að vona að hann reyni eftir megni að halda sukkinu niðri , sem tröllriðið hefur í pólitíkinni , þó sér í lagi í Þjóðarleikhúsinu , allt það pakk sem fékk sína styrki og situr þar enn , það er allri þjóðinni til skammar , hvar sem það fer .

  Nú Bjarnfreðarson hefur áhyggjur af Orkuveitunni , ekki að ástæðulausu , vonandi gerir hann þar breytingar , og það til góðs , eða efast þú um að hægt sé að lagfæra hluti innann þess fyrirtækis ?

Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband