Sér grefur gröf þótt grafi

 tobbi_myndir_138.jpg
 
    Þrátt fyrir þessa staðreynd , og velvilja hjá Búnaðarbankanum , þá er það óumflýjanleg staðreind að bankarnir hamast í því að grafa sína eigin gröf með því að semja ekki við fólkið í landinu um niðurfærslu (niðurfellingu að hluta) á þjófnaðinum sem viðgengst innann veggja bankanna .
 
    Þetta er morgunljóst öllum sem hafa kynnt sér málin og hafa náð grunnskólaprófi í þessu lífi , nema kannski hámenntuðum bankastjórum og öðrum "stórmikilvægum" fjármálaspekúlöntum .
 
    Eflaust er til sá hámenntaði fjármálaspekúlant sem segir ; "Nú en af hverju ekki Árna Páls superleiðin " ?
  
    Staðreindin er sú að hún er jafn stórkostleg og aðferðin sem beitt var við myntbreytinguna 1.jan 1981 , er fólki stóð til boða að breita bæði lífeyrissj.lánum og húsn.m.stj.lánum úr óverðtryggðum í verðtryggð lán , og aðgerðin sú var fegruð í fjölmiðlunum , það man ég .
 
    Nei "kæru" bankastjórar og "kæru" bankastjórnir , hér með tilkynnist "yður" að þið grafið bönkunum sína eigin gröf , eða viljið þið að bankarnir líti út eins og húsið á myndinni ?
 
    
 
                           OPNIÐ AUGUN  ÁÐUR  EN ÞAÐ VERÐUR UM SEINANN .

mbl.is Gáfu hjálparsamtökum matvæli og fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Pétur Jónsson

Það er málið,það er alltof mikið af innantómu hjali misvitura spekinga hvernig á að koma á móts við kröfu þeirra sem tóku öll þessi lán í góðri trú´.

Ég seigi kröfu vegna þess að allt tal um að hjálpa og aðstoða fólk út úr vandræðum sem það kom sér ekki í sjálft  er bara kjaftæði ´.

Við venjulegt fólk eigum að krefjast þess að öll lán verði eins og þegar við skrifuðum undir og verðtrygging verði afnumin strax.

Fjármagnseigendur og spákaupmenn geta bara sjálfir séð um sína ávöxtun og ávaxtað sitt pund á eðlilegan hátt og tekið þátt í tapinu með okkur hinum.

Hvaðar´rettlæti er í því að láta almenning blæða fyrir þetta andskotans glæpapakk sem stal af okkur bönkunum allavega borguðu þeir aldrei neitt fyrir bankana .

Svo horfum við upp á það að þessir sömu menn lifa eins og greifar í LONDON með fullar hendur fjár .

Er ekki kominn tími til að við förum að vakna áður en það er of seint.

mbk DON petro

Höskuldur Pétur Jónsson, 15.12.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Höskuldur !

    Ég var nú eiginlega að biðja "elskulega" bankastjóra og bankastjórnir að vakna af sínum þyrnirósarsvefni , en sjálfur tel ég mig hafa verið nógu vel meðvitaðann um þetta allt of allt of lengi .

    Annað ; Er önnur málsgreinin ekki eitthvað röng hjá þér , átt þú ekki við að það eigi að hjáloa því fólki sem kom sér , engann veginn , í þessa aðstöðu , enda sér enginn svona þjófnað fyrir , eins og þann er stundaður hefur verið innann peningastofnananna , t.d. tókum við hjónin körfulán í apríl 2007 , 14,2m. , borguðum niður lánið um 500þús í júlí 2007 , borguðum af því mánaðargr. í 16 mán , frystum síðan , en greiddum alltaf vextina , og síðastl. áramót stóð lánið í 32millj. , þetta er 100 % þjófnaðursem viðgengst í banka , eða réttara sagt  fyrrv. , því hann er farinn á hausinn enda efalaust stýrt af einhverjum "meiriháttar" fjármálasnillingum .

    En viljir þú mótmæla þessum þjófnaði , þá er ég meira en til í að mæta , en mér fynnst það meiri háttar fyndið , ef eigi að fara að bjarga þeim er tóku bílalán , áður en nokkuð VITRÆNT er gert til hjálpar þeim er eru að drukkna í skuldum á heimilunum í landinu , ert þú ekki sammála mér um það ?

Hörður B Hjartarson, 15.12.2009 kl. 23:17

3 identicon

Hörður er það nú ekki fremur harðneskjulegt að telja það fyndið ef það á að hjálpa einhverjum þó að hann sé með bílalán fremur en húsnæðislán? Bílalán eru einnig skuldir heimilanna í landinu.

 Þeir sem eru með bílalán sem nú eru marföld á við verðmæti bílsins eru lítið betur settir en þeir sem sitja í yfirskuldsettum fasteignum. Lögin í dag eru þannig að fjármálastofnanir geta tekið veð í fasteignum bifreiðaeiganda ef  bílalánið fer í vanskil.

 Auðvitað á fólk sem orðið hefur fyrir þjófnaði líkt og þú heimtingu á leiðréttingu á lánum sínum. Það er einungis sanngjörn krafa skuldara að lánin verði eins og þau voru þegar þau voru tekinn. En ég sé lítinn mun á hvort að um bíl er að ræða eða fasteign. Fólk tók lán fyrir þessum hlutum  í góðri trú á sínum tíma, og báðar þessar fjárfestingar geta eins og staðan er í dag orðið til þess að þú missir allt sem þú átt.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sigurður !

    Um æeið og ég vil óska þér gleðilegs Iceslave árs , þá vil ég greina þér frá því , að án þess ég geri lítið úr bílalánum sem vissulega hafa margfaldast í skuld sinni , þá er það meining mín að eins sé farið fyrir þér og mér , að þú metir heimili þitt "aðeins" meira en bílsins (bílanna) þíns , við hljótum að vera á sama máli , má þá ekki bíllinn fremur fara en heimilið , eða ert þú kannske svona fjallhress með heimilsisskjaldborgina hennar Jóhönnu ?

Hörður B Hjartarson, 2.1.2010 kl. 00:06

5 identicon

Gleðilegt nýtt ár Hörður.

Jú ég get tekið undir það að vissulega er heimilið mun verðmætari eign en bíllinn. Og hverfi bíllinn frá mér þá get ég lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi áfram öfugt við það ef fasteignin færi.

 Það sem ég átti við og er kjarni málsins að bílalán gufa ekki upp þó svo að bíllinn sé seldur eða eyðileggist. Eftirstöðvarnar verða að greiðast af eigandanum sem í velflestum tilvikum er einnig fasteignaeigandi. Þar af leiðandi eru himinhá bílalán sem í mörgum tilvikum dekka ekki nema brot af raunverulegu andvirði bifreiðarinnar oft á tíðum einnig skuldir heimilanna.

Hvað skjaldborgina varðar þá er hún það tilkomulítil að ég kem ekki auga á hana, þó svo að nú sé að verða ár frá því henni var lofað. Og það sem meira er að ég hef enn engan hitt sem hefur notið einhver góðs af þessari svokölluðu skjaldborg.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 00:32

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sigurður !

    Og ekki hittir þú skjaldborgaraðdáanda hér , þó tel ég það vera óumflýjanlega staðreynd , að Jóhanna og Steingrímur séu einna besti kosturinn af þessu fólki sem inn í leikhúsinu situr , það er nefnilega alveg dæmalaust hvað fólk virðist skipta um haus við að setjast á þing , og sú staðreynd er , því miður langt því frá , ný af nálinni sbr. Eiður Guðnason t.d.

    Eitt er það annað ; bílalán eru að mínu mati þess eðlis , að fólk getur sjálft um sér kennt , að vera með slíkt , því að mínu mati þá hefur það verið kýrskírt að það má líkja þeim við greiðslujöfnunarleiðina hans Árna Páls , slíkt rugl hafa þessi bílaÓlán verið .

Hörður B Hjartarson, 3.1.2010 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband