- Getur orðið stormur í vatnsglasi ?

 

 

        Ójú - heldur betur , sérstaklega ef um trú eða trúarbrögð er að ræða , það sannast best á sögu Íslands sem og annarra þjóða .

        Ef mér er sagt eitthvað í trúnaði , þá er mér sagt það í trúnaði - ef ég væri prestur og mér væri sagt eitthvað í trúnaði , þá er ég prestur sem væri sagt eitthvað í trúnaði , ef ég er maður sem dreg andann , þá er ég maður sem dreg andann .

        Ég hef trúað guði fyrir leyndarmáli , eða leyndarmálum ætli ég megi eiga  von á að hann (hún - það) verði yfirheyrður í sambandi við það (þau) .

        Þegar börn eru velkomin til guðs - þá lít ég svo á að það séu öll börn er eru á aldrinum á milli fæðingar og dauða .

        Vissulega eru níðingsverk ógeðsleg , en það breytir ekki þeirri sannfæring minni , að sé manni (og það eru allir sem fæðst hafa - jafnt lifandi sem látnir) sagt eitthvað í trúnaði , þá er það trúnaðarmál - annars er manni ekki sagt það í trúnaði - eða hvað á þá t.d. við um blaðamenn ?

        Þessi sannfæring mín kemur ekkert við hvaða skoðun ég aftur á móti hef á einstaklingnum Geir Waage - þannig er nú málið í pottinn búið .


mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband