- Ég var að horfa á Gísla heitinn í Uppsölum ,

 

 

         það mynnti mig á sumardvöl mína hinu meginn Arnarfjarðar , á Hrafnabjörgum hjá Gumma , Siggu og Kristínu mömmu þeirra .

        Þetta var eftirminnilegt sumar , fyrir margra hluta sakir , t.d. þegar maður hafði lokið erindi sínu á kamrinum , þá fór málgagnið , Tíminn , ekki til spillis því það var skeinipappírinn , stundum brúkaður með glott á vör , verst að það þurfti að spara hann , og svo er honum lauk , þá tók við - - - -  ,  en það skorar ekki hátt á mínum metorðastiga , hve vel eða illa ég er skeindur , þeir er mig þekkja  ættu að geta kvittað undir það .

        Það er afar hollt - hverjum og einum - að komast út úr nútímanum - endrum og sinnum og vissulega var það frábært að loka stundarkorn á hið pólitíska hugarmynstur með áhorfi á Gísla heitinn í Uppsölum , eða þá láta hugann reika til Hrafnabjarga - aftur og enn , en fjörutíu ár eru liðin frá dvöl minni þar - þegar allt var slegið  með orfi og ljá , eða er heyjað var inná Álftamýri og Stapadal , en það eru eyðijarðir innar í Arnarfirði (norðan verðum) , eftir að heyið hafði verið þurrkað nóg , að mestu , þá var því troðið í netapoka , síðan bornir um borð , man alltaf hve ég vakti mikla kátínu , því ballinn , sem ég bar , dróst vel eftir jörðinni beggja vegna burðardýrsins , en það breytti ekki því að áfram var haldið á fullri ferð - enda jörðin vel þurr .

       Já  -  svona hugsanir eru stórkostlegt mótvægi á pólitískt bullið og viðurstyggðina , sem virðist vera lífsnauðsynleg , þegar pólitík umræðir , eða hvaða orð önnur betri er hægt að nota t.d. um alla "blessaða" styrkþegana er áfram sitja í Þjóðarleikhúsinu og einnig þá er bjóða sig framm nú til að stjórna borginni ?

       Mikið lifandis skelfing hefði þetta fólk gott af að dvelja á svona stöðum , þó ekki væri nema eitt sumar - án rafmagns , án rennandi vatns , án hita , án bíla , án vega , án   S T Y R K J A .

       En minningin er ljúf , enda styrkjalaus .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband